Ert þú komin með hugmynd af sögu sem þú villt skrifa en veist ekki hvað næsta skref er?
Hér býð ég upp á þjónustu sem fer með þér frá a til ö í gegnum ferlið; ég aðstoða þig við að móta söguna, persónurnar og finna tóninn á handritinu þínu. Ég mun svo leiðbeina þér með útgáfu möguleika og markaðssetningu þegar þú hefur lokið við skrifin.
Hvað er innifalið?
- Vikulegur fundur þar sem við förum yfir hvernig þér gengur
- Vikulegt markmið og sérbúin verkefni til þess að ná þeim
- Regluleg yfirferð og ritstjórn á því sem þú ert að vinna í
- Ráðgjöf varðandi útgáfu og markaðssetningu
Það getur verið snúið að vita hvað þú þarft í raun aðstoð með þegar kemur að skrifum. Sumir höfundar þurfa meira utanumhald, en aðrir kjósa að vinna eftir sínum eigin leiðum á sínum eigin hraða.
Í grunnin mun ég aðstoða þig við að byggja upp söguna þína, persónurnar, setja tónin og ákvarða hvaða tilfinningar þú vilt að lesendur þínir finni. Ég vill að kúnnarnir mínir nái þeim markmiðum sem þeir setja fyrir sér og nái árangri, þess vegna tel ég mikilvægt að veita góða eftirfylgni og stuðning.
Ég set upp áætlun fyrir þig sem hentar þér og þínum markmiðum, allt frá 4 vikna plani upp í 12 vikna plan. Við tökum vikulegt spjall (45 til 60 mín í senn) til að ræða hvernig þér gengur, hvað mætti fara betur og hvernig við getum framkvæmt það á skilvirkan hátt. Í hverri viku munum við fara yfir handritið þitt saman, taka stöðuna og vinna okkur út frá því hvernig þér gengur. Einnig munum við fara yfir þau vikulegu verkefni sem ég sett fyrir, en þau verkefni eru sérsniðin þér og þínum markmiðum í þessu ferli og eru breytileg að hverju sinni. Að lokum mun ég leiðbeina þér varðandi útgáfur og markaðssetningu sem tryggir velgengni þína í framtíðinni!
Hafðu samband til þess að fá tilboð í verð eða ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi þjónustuna.
Allt efni er að sjálfsögðu bundið trúnaði og allar upplýsingar og skjöl frá
viðskiptavinum mínum eru trúnaðargögn á milli okkar.