Hvað er innifalið?
- 75 mín. fundur þar sem er farið yfir handritið
- 2 til 3 verkefni fyrir þig til að vinna úr
- Dæmi af uppsetningu bókarinnar eftir hvernig útgáfu þú sækist eftir
- Dæmi af bókakápum og stíl
"Betur sjá augu en auga."
Setning sem á vel við í yfirferð á handritum og annarskonar verkum. Hlutverk ritstjóra er fjölbreytt og eitt af helstu verkefnum okkar er að fara yfir innihald og uppbyggingu sögunar. Við viljum vera viss um að hver kafli þjóni sínum tilgangi og að frásögn þín sé í takt við fyrirhugaðan tón svo að lesendur njóti góðs af.
Hér býð ég upp á einfalda og skilvirka þjónustu fyrir þá sem hafa lokið við skrifum en vilja fá aðstoð við að fínpússa innihald sögunar, yfirfara helstu atriði og fá ráðleggingu með hvernig best er að útfæra bókina. Það má lýta á þessa þjónustuleið sem "einfalda ritstjórn" þar sem ég fer ekki ítarlega yfir öll atriði sögunar, stafsetningu og uppbyggingu heldur er aðeins stiklað á stóru. Ég fer yfir það helsa sem mætti betrumbæta í sögunni svo hún flæði vel og útbý 2 - 3 verkefni fyrir þig til að vinna úr áður en hún fer í lokaritstjórn.
Ég mun einnig fara yfir mismunandi leiðir til þess að gefa út bókina þína; hvort sem þú vilt fara hina hefðbundnu útgáfuleið í gegnum forlag eða sjálfs-útgáfu. Þá mun ég sýna þér mismunandi uppsetningar fyrir bókina, fara yfir bókakápur og mikilvægi þeirra, og fínpússa með þér þann stíl sem hentar því sem þú sækist eftir því að vel skipulögð bók skapar óaðfinnanlega lestrarupplifun.
Þú getur nýtt þjónustuna eins oft og þú vilt í gegnum ferlið, ekki bara þegar þú hefur lokið við skrifin, og sérsniðið hana að því sem þú sækist eftir að hverju sinni. Ég er opin fyrir fjölbreyttu og skemmtilegu samstarfi svo ekki hika við að hafa samband til að fá tilboð, spyrja spurninga eða senda mér línu með því sem þér liggur á hjarta varðandi þjónustuna :)
Allt efni er að sjálfsögðu bundið trúnaði og allar upplýsingar og skjöl frá
viðskiptavinum mínum eru trúnaðargögn á milli okkar.