top of page

Prófarkalestur & línuritstjórn

Er handritið tilbúið

en vantar seinustu yfirferð fyrir útgáfu?

Ég aðstoða þig við málfræði og málfar, stafsetningu og flæði handritsins svo það sé tilbúið að senda til útgefenda. Einnig býð ég upp á prófarkalestur á ritgerðum, eins og lokaritgerðum, og öðrum verkefnum sem þurfa að vera í toppstandi fyrir skil.

Hvernig er ferlið?

Ferlið fyrir prófarkalestur og línuritstjórn er mjög persónubundið og fer alfarið eftir hvernig verkefni er verið að vinna með. Sumir höfundar þurfa ítarlegri aðhlynningu þegar kemur að prófarkalestri, eins og til dæmis að fara yfir stafsetningu, málfræði og uppsetningu handritsins (t.d. fyrir umsókn hjá forlagi). Aðrir höfundar kjósa að fá einungis hjálp við að yfirfara efnið, passa að söguþráður sé í samhengi alla söguna og að staðreyndir og staðhættir séu réttir.

Einnig tek ég að mér að fara yfir verkefni fyrir námsfólk og ég fínpússa hvaða verkefni sem er fyrir skil. Hvort sem það er lokaritgerð eða önnur verkefni þá einblíni ég á að yfirfara verkefnið með stafsetningu, málfræði og uppsetningu verkefnis í huga. Ég hef mikla reynslu af ritgerðum og hef góð tök á APA og öðrum heimildakerfum og get aðstoðað nemendur við að setja upp rétta heimildaskrá. Ég get einnig farið yfir verkefni á ensku, en ég hef margra ára reynslu af að vinna með námsefni á ensku og hef unnið við þýðingar í gegnum árin.

Ég býð upp á fjölbreytta þjónustu þegar kemur að prófarkalestri og veit af reynslu að ein tegund virkar ekki alltaf fyrir alla. Ég útbý tilboð eftir umfangi verkefnis og fer það alfarið eftir orðafjölda og lengd verkefnis en ekki eftir tegund.

​Endilega bókið tíma þar sem eftirfarandi atriði koma fram: tegund af verkefni, hversu mörg orð og hvenær skiladagur er (ef það á við). Ég hef svo samband eins fljótt og auðið er. Ég veiti 20% afslátt fyrir nemendur gegn gildu skólaskírteini. 

Allt efni er að sjálfsögðu bundið trúnaði og allar upplýsingar og skjöl frá

viðskiptavinum mínum eru trúnaðargögn á milli okkar.

bottom of page