Hvernig er ferlið?
Ég veiti persónulega ráðgjöf fyrir alla þá sem þurfa aðstoð við að koma sér af stað, halda sér við efnið eða byrja upp á nýtt. Ráðgjöfin er persónuleg og fer alfarið eftir því sem þú vilt einblína á, hvort sem það eru skrif, útgáfuferlið, markaðssetning eða hvatning. Það getur verið yfirþyrmandi að byrja að skrifa, sama hvert efnið er, og því er gott að fá smá aðstoð við að byrja (eða klára) ákveðin verkefni.
Hér eru nokkur dæmi um það sem ég veiti ráðgjöf um:
- Útgáfa; Hvernig er ferlið? Hvort hentar sjálfsútgáfa, hefðbundin útgáfa eða rafbækur fyrir þig? Hvað er höfundarréttur?
- Markaðssetning; Hvernig og hvar selur þú bækurnar þínar? Hvernig á að auglýsa?
- Skrif & hvatnig; Hvar á að byrja? Ertu með gamalt handrit ofan í skúffu sem þú vilt vinna í? Hvernig á að halda sér við efnið?
- Fyrir námsmenn; Hvernig á að skrifa lokaritgerð? Hvað er APA? Skiptir heimildaskrá máli og hvernig er hún sett upp? Hvernig set ég upp lokaritgerð?
Verðskrá:
45 mín ráðgjöf - 9.900 kr.
75 mín ráðgjöf - 11.900 kr.
Allt efni er að sjálfsögðu bundið trúnaði og allar upplýsingar og skjöl frá
viðskiptavinum mínum eru trúnaðargögn á milli okkar.